Vilt þú vera þingfulltrúi Framsýnar á þingi SGS?

Næsta reglulega þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram í Reykjavík í haust, það er á Hótel Natura 25. – 27. október. Framsýn á rétt á 8 þingfulltrúum en þingið stendur yfir í þrjá daga. Félagið hefur aldrei áður átt eins marga fulltrúa á þingi sambandsins eins og í ár.

Þingsetning verður kl. 15:00 miðvikudaginn 25. október og dagskráin klárast upp úr hádegi föstudaginn 27. október. Framsýn mun ganga frá sínum fulltrúum á þingið næstkomandi mánudag, það er 4. september. Þá mun stjórn og trúnaðarráð félagsins koma saman og klára málið. Áhugasamir eru beðnir um að senda formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni póst á netfangið kuti@framsyn.is. Greiðandi félagsmenn í Framsýn eru gjaldgengir á þingið. Rétt er að taka fram að Framsýn greiðir allan kostnað þingfulltrúa er viðkemur þinginu sem og vinnutap. Formaður félagsins veitir frekari upplýsingar.

Deila á