Framsýn leggur mikið upp úr því að halda uppi öflugu starfi innan félagsins er viðkemur ungum félagsmönnum. Innan félagsins er starfandi ungliðaráð. Ráðið skipa: Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Elva Héðinsdóttir og Sunna Torfadóttir. Guðmunda Steina er núverandi formaður Framsýnar-ung. Ungliðarráðið hefur verið virkt og tekið þátt í fundum stjórnar og trúnaðarráðs félagsins auk þess að sitja ungliðafundi á vegum Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Íslands.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/20220615_195724-scaled.jpg)