Norðurþing hækkar laun ungmenna í Vinnuskólanum

Framsýn óskaði nýlega eftir upplýsingum frá Norðurþingi um hækkanir á launum ungmenna í Vinnuskóla sveitarfélagsins milli ára. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykkti Reykjavíkurborg að hækka ekki laun ungmenna í Vinnuskóla Reykjavíkur milli ára sem er með miklum ólíkindum og rúmlega það. Reyndar til mikillar skammar fyrir sitjandi borgarstjórn.

Samkvæmt upplýsingum frá Norðurþingi hækka laun Vinnuskólans um 9% milli ára sem er í takt við almennar launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga sem starfa eftir launatöflu SGS/Framsýnar og Sambands ísl. sveitarfélaga sem er afar ánægjulegt. Framsýn hefur komið þeim skilaboðum á framfæri við Norðurþing að mikilvægt sé að gera samanburð á launakjörum ungmenna í Vinnuskólum á landinu með það að markmiði að Norðurþing verði örugglega samanburðarhæft við önnur sambærileg sveitarfélög hvað varðar launakjör ungmenna í Vinnuskólum. Þeirri málaleitan hefur verið vel tekið af hálfu sveitarfélagsins.

Deila á