Þessir ungu og mögnuðu drengir eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa byrjað í Vinnuskóla Norðurþings í vikunni. Myndin er tekin við höfuðstöðvar stéttarfélaganna í morgun. Þeir sögðust ætla að taka á því í sumar og safna sér inn pening fyrir veturinn. Greinilega hörkunaglar hér á ferð.