Fulltrúar Framsýnar heimsóttu starfsmenn á Fosshótel Mývatn í gær. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða starfsmenn um helstu atriði þess kjarasamnings sem þeir starfa eftir auk þess að fara yfir starfsemi stéttarfélaga. Eftir góða samverustund var jafnframt gengið frá kjöri á trúnaðarmanni. Kosningu hlaut Lukasz Wasowicz. Með honum á myndinni eru samstarfsmenn hans á hótelinu. Joaquim Navarro hótelstjóri ogCarlos Jané Echazarreta sem hlaut næst flest atkvæði í trúnaðarmanna kosningunni.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/05/20230530_141241-1024x768.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/05/20230530_141236-1024x768.jpg)