Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Starfsmannafélags Húsavíkur sem er í samfloti við tíu önnur aðildarfélög BSRB, og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Deilan snýr að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga, sem vinna m.a. á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar.
Kjaradeilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en fundir undir hans stjórn hafa engu skilað. Því hefur ekki verið boðað til frekari fundarhalda. Félögin eru um þessar mundir að ræða næstu skref við trúnaðarmenn og félagsfólk til að knýja megi fram nauðsynlegar og sanngjarnar kjarabætur fyrir starfsfólk sveitarfélaga.
Sömu laun fyrir sömu störf frá 1. janúar!