Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 3. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi kl. 14:00. Á fundinum verða tekin fyrir venjuleg ársfundarstörf.
Framsýn á rétt á 10 fulltrúum á ársfundinn. Hér með er skorað á félagsmenn að gefa kost á sér á ársfundinn fh. félagsins. Áhugasamir sjóðfélagar eru beðnir um að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is vilji þeir gefa kost á sér á ársfundinn, það er fyrir 18. apríl nk.
Verði fulltrúar Framsýnar sem sækja fundinn fyrir vinnutapi mun Framsýn greiða viðkomandi vinnutapið og ferðakostnað.
Rétt er að taka fram að ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og vonast stjórn sjóðsins eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Stjórn Framsýnar