Starfsmannafélag Húsavíkur boðar til félagsfundar mánudaginn 17. apríl kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26.
Dagskrá:
1. Kynning á lagabreytingum
2. Önnur mál
Undanfarið hefur verið unnið að því að endurskoða félagslög STH, enda löngu tímabært. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögum að breytingum. Lögin verða síðan tekin til afgreiðslu á aðalfundi félagsins í maí. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á félagsfundinn.
Stjórn STH