Í dag eru liðin 100 ár frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Í tilefni af því verður opið hús á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag, laugardag, frá kl. 14:00 til 16:00. Öllum gestum stendur til boða að fá gefins páskaegg nr. 10 frá Nóa Síríus. Um er að ræða besta páskaeggið á markaðinum með Baileys trufflum og saltkaramellufyllingu í sívalningi. Reyndar er eggið uppselt þar sem stéttarfélögin komust yfir síðustu 100 eggin sem komu með Flytjanda til Húsavíkur í morgun. Að sjálfsögðu verður líka boðið upp á tertu frá Bakarameistaranum og kaffi í boði Merrild. Starfsfólk stéttarfélaganna getur ekki beðið eftir því að fá heimsins bestu gesti í heimsókn í dag. Allir velkomnir.