Starfslok til umræðu á námskeiði

Framsýn í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga stóð fyrir starfslokanámskeiði í gær sem var öllum opið. Námskeiðið fór fram í fundarsal stéttarfélaganna. Eins og kunnugt er þurfa menn að undirbúa sig vel við starfslok á vinnumarkaði. Breytingin hefur mikil áhrif á líf fólks. Á námskeiðinu var boðið upp á fróðleg erindi og fræðslu. Fjallað var um lífeyrisréttindi, heilsu og andlega vellíðan. Fyrirlesarar komu víða að. Dögg Stefánsdóttir, Hrefna Regína Gunnarsdóttir fjölluðu um heilsu og andlega vellíðan. Lilja Skarphéðinsdóttir og Egill Olgeirsson sögðu frá kraftmiklu starfi Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni og Jóna Finndís Jónsdóttir og Kristín Hilmarsdóttir starfsmenn Lsj. Sapa fjölluðu um lífeyrismál.  Þátttakaendur voru mjög ánægðir með námskeiðið.

Deila á