Harðorður í útvarpsviðtali um framgöngu Eflingar

„Hvaða heilvita manni dettur í hug að SA geti tekið undir skoðanir Eflingar um að innleiða fátækt meðal láglaunafólks á landsbyggðinni?“ Formaður Framsýnar í síðdegisútvarpinu á Bylgjunni. Gríðarlega góð viðbrögð hafa verið við viðtalinu og reyndar við grein Aðalsteins Árna á visi.is í gær. „Leikhús fáránleikans“. Einn af fræðimönnum götunar búandi á höfuðborgarsvæðinu skrifar: „Þar sem ég er mikill áhugamaður um greinaskrif þá verð ég að segja þér að greinin þín “Leikhús fáránleikans” er algjörlega stórbrotin. Í Bandaríkjunum væri þetta kallað af mörgum Slam Dunk grein og af hinum KO eða rothögg.“ Fjölmörg sambærileg skilaboð hafa borist. Hér má hlusta á útvarpsviðtalið.

https://www.visir.is/k/a5e06a03-3661-4898-9940-00797ed29928-1673287606294

Deila á