Félagsdómur komst í gær að þeirri niðurstöðu að uppsögn Eflingar á trúnaðarmanni í apríl 2022 hafi verið ólögmæt.
Miðstjórn ASÍ taldi í dag fulla ástæðu til á álykta um dóm Félagsdóms um réttarstöðu trúnaðarmanna:
„Miðstjórn ASÍ fagnar því að Félagsdómur hafi með niðurstöðu sinni í máli nr. 6/2022, skýrt og styrkt réttarstöðu trúnaðarmanna skv. 11. gr. laga nr. 80/1938 og tekið af allan vafa af um að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga geti ekki réttlætt uppsögn trúnaðarmanna.“