Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur vinnur að því að gera verulegar breytingar á lögum félagsins, enda löngu tímabært. Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna hefur unnið að verkefninu með stjórninni auk þess sem leitað hefur verið eftir aðstoð frá lögfræðingum félagsins og BSRB. Afurðin lofar góðu. Drögin eru hér meðfylgjandi. Einnig er hægt að fá þau á pappírsformi á Skrifstofu stéttarfélaganna. Til stendur að afgreiða þau formlega á aðalfundi félagsins í vor.
Lög Starfsmannafélags Húsavíkur
- gr. Heiti félagsins og varnarþing
Félagið heitir Starfsmannafélag Húsavíkur (skammstafað STH). Heimili þess og varnarþing er á Húsavík.
- gr. Tilgangur og starfssvæði
Félagið er stéttar- og hagsmunafélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga á félagssvæðinu, sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum sveitarfélögin Norðurþing, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Einnig starfsmanna sjálfseignarstofnana á félagssvæðinu, sem eru að meirihluta í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga og vinna í almannaþágu og taka laun eftir kjarasamningum félagsins.
Tilgangur félagsins er m.a.:
-
a) Að fara með umboð félagsins við gerð kjarasamninga samkvæmt lögum og reglugerðum um kjarasamninga og við aðrar sameiginlegar ákvarðanir félagsmanna.
b) Að gæta hagsmuna félaga sinna launalega, félagslega og faglega, t.d. um starfskjör, eftirlaun og önnur réttindi sem og skyldur. Að sinna hagsmunagæslu félagsmanna í öllu því er varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hvers konar.
c) Að vinna að bættum samhug félaga sinna með aukinni fræðslu og menningarstarfsemi, svo og kynningu þeirra og samhjálp eftir því sem tök eru á.
d) Að skapa bætta félagslega aðstöðu og m.a. starfrækja orlofsíbúðir orlofsheimili. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum.
e) Að stuðla að samvinnu opinberra starfsmanna og samtaka launafólks.
c) Koma fram opinberlega fyrir hönd félagsmanna.
d) Að starfa að öðrum þeim málum sem að mati stjórnar mega verða félagsmönnum til heilla. - gr. Félagsaðild
Rétt til inngöngu í félagið eiga þeir starfsmenn, sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
a) Þeir sem eru ráðnir starfsmenn Norðurþings eða stofnana, sem stjórnað er af Bæjarstjórn Norðurþings eða nefndum, sem Bæjarstjórn skipar að meirihluta enda séu þeir ráðnir af Bæjarstjórn eða stjórnum þessara stofnana.
b) Starfsmenn sjálfseignarstofnana, sem starfa í almannaþágu samkvæmt lögum eða fyrirmælum ríkisins eða sveitarfélaga á félagssvæðinu, enda semji félagið um launakjör þeirra.
Öllum þeim sem hafa gegnt starfi í þrjá mánuði eða lengur og taka reglulega mánaðarlaun hjá fyrrgreindum aðilum er heimilt að ganga í Starfsmannafélag Húsavíkur.
Rétt til inngöngu í félagið eiga:
- a) Einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu.
b) Einstaklingar sem starfa hjá stofnunum ríkisins á félagssvæðinu.
c) Einstaklingar, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum á félagssvæðinu, sbr. 2. gr. laga um
kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
d) Einstaklingar sem starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðinu sem starfa í almannaþágu, enda hafi viðkomandi stofnun eða starfsemi áður verið á vegum sveitarfélags, ríkis eða sjálfseignarstofnunnar.
e) Einstaklingar sem starfa hjá félagasamtökum sem starfa í almannaþágu eða á grundvelli
almannafjár.
f) Stjórninni er heimilt að samþykkja einstaklinga sem starfa utan almannaþjónustu og eiga ekki aðild að öðru stéttarfélagi að undangenginni umræðu innan stjórnar um lögmætar aðstæður þar að baki.
g) Einstaklingur sem uppfyllir eitthvert af ofangreindum skilyrðum til þess að geta orðið
félagsmaður og greiðir félagsgjald til félagsins, telst þar með félagsmaður.
4.gr. Félagsaðild við atvinnuleysi og starfslok
Félagsmaður, sem verður atvinnulaus skal halda þeim félagsréttindum sem hann hafði áunnið sér og er á færi félagsins að veita meðan hann er atvinnulaus. Stjórn félagsins er heimilt að fella niður félagsgjald þeirra sem eru atvinnulausir.
Félagsmaður, sem hverfur frá vinnu tímabundið og tekur ekki annað launað starf skal halda áunnum félagsréttindum sínum í allt að 2 ár. Félagsréttindin skulu þó háð því að hann standi skil á lágmarksgjaldi ár hvert, skv. ákvörðun stjórnar hverju sinni.
Félagsmaður, sem lætur af starfi á aldursmörkum eða vegna veikinda og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur öllum félagsréttindum, en skal vera gjaldfrjáls.
Félagar geta óskað þess að stjórn félagsins hafi afskipti af ráðningarkjörum, starfskjörum, eftirlaunum, brottvikningu og öðru því, sem máli skiptir í samræmi við tilgang félagsins.
Gangi félagsmaður úr þjónustu stofnanna ríkisins, sveitarfélaga, sjálfseignastofnanna eða félaga sem falla undir ákvæði 3. gr. eða hætti störfum hjá atvinnurekanda telst hann ekki lengur í félaginu.
Félagsmaður, sem verður atvinnulaus, á rétt til áframhaldandi félagsaðildar meðan hann er á skrá sem atvinnulaus, enda eigi hann ekki aðild að öðru stéttarfélagi. Atvinnulausir greiða félagsgjald en heimilt er stjórn félagsins að fella það niður að hluta eða öllu leyti, komi fram beiðni um það.
Félagsmaður sem lætur af starfi meðan hann er félagsmaður fyrir aldursakir, vegna veikinda eða hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorkubóta, heldur réttindum skv. samþykktum í lífeyrisdeild ef hann kýs, en skal vera gjaldfrjáls.
Rísi deila um lögmæti uppsagnar félagsmanns úr starfi telst hann vera félagsmaður þar til hún er til lykta leidd.
Félagsmenn sem ráðnir eru til starfa hjá félaginu eða heildarsamtökum opinberra starfsmanna, halda enn fremur óskertum félagsréttindum meðan þeir gegna slíku starfi.
- gr. Virkir félagsmenn
Þeir félagsmenn sem greiða félagsgjöld til STH teljast virkir félagsmenn. Einungis virkir félagsmenn geta boðið sig fram, verið skipaðir og tekið að sér trúnaðarstörf fyrir STH, sjóði, nefndir og ráð, ásamt nefndum BSRB.
Verði lengra en þriggja mánaða rof á greiðslu félagsgjalds félagsmanns til félagsins leiðir það sjálfkrafa til þess að félagsmaðurinn er leystur frá öllum trúnaðarstörfum fyrir STH, sjóði, nefndir og ráð ásamt nefndum BSRB.
Stjórn STH er þó heimilt að veita tímabundna undanþágu að hámarki 6 mánuði í senn til
áframhaldandi trúnaðarstarfa þrátt fyrir að félagsmaður sé ekki virkur félagsmaður. Grein þessi á ekki við um starfsmenn meðan ráðning varir.
5.gr. Skyldur félagsmanna
Allir félagar eru skyldir til að hlýða lögum og lögmætum samþykktum félagsins.
Þyki sannað að félagsmaður hafi framið alvarlegt brot á lögum þessum eða vísvitandi valdið félaginu tjóni, getur aðalfundur vikið honum úr félaginu, en til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
5.gr. Úrsögn úr félaginu
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg tilkynning til stjórnar og öðlast hún gildi frá þeim tíma er hún berst félagsstjórn, enda sé félagsmaður þá skuldlaus við félagið. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur, heldur frestast gildistaka hennar þar til verkfalli lýkur.
Halda skal aukaskrá yfir þá sem ekki eru félagsmenn, en greiða gjald til félagsins skv. 2. mgr. 7. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og hafa tilkynnt það skriflega, að þeir óski ekki eftir að vera félagsmenn.
Þeir sem á aukaskrá eru, njóta ekki atkvæðisréttar né annarra félagsréttinda svo sem aðildar að sjóðum félagsins, en taka laun eftir kjarasamningi félagsins og njóta þjónustu samkvæmt honum.
Ef sá sem á aukaskrá er óskar eftir að gerast félagsmaður skal hann tilkynna það stjórn félagsins skriflega og telst þá félagsmaður frá því tilkynningin berst stjórninni.
6.gr. Stjórnarkjör, undirnefndir og kjör skoðunarmanna
Stjórn félagsins skal skipuð 3 aðalmönnum og 2 varamönnum.
Skulu þeir kosnir annað hvert ár, til tveggja ára í senn, óhlutbundinni kosningu, á aðalfundi félagsins. Formaður, ritari og einn varamaður skal kosinn annað árið og hitt árið gjaldkeri og einn varamaður.
Aðalfundur kýs tvo endurskoðendur félagsreikninga skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. Stjórn er heimilt að skipa undirnefndir vegna sérverkefna sem stjórn hefur á borði sínu.
7.gr. Störf stjórnar
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli aðalfunda.
Formaður kallar saman félagsfundi og stjórnarfundi og stjórnar þeim og er hann forsvarsmaður félagsins. Þó er formanni heimilt að skipa annan fundarstjóra. Jafnframt veitir hann móttöku á erindum og bréfum til félagsins og annast samskipti fyrir þess hönd nema hann ákveði annað s.s. að fela skrifstofu félagsins að sjá um það.
Ritari heldur gerðabók og færir í hana ágrip af því, sem gerist á stjórnar- og félagsfundum. Hann undirritar gerðarbækur félagsins ásamt formanni eða fundarstjóra.
Heimilt er að skrá fundargerðir rafrænt í tölvu í stað þess að þær séu færðar í sérstakar fundargerðarbækur. Skulu fundargerðir stjórnarfunda sendar öllum sem fundinn sátu ekki síðar en fyrir næsta reglulegan fund.
Heimilt er að taka fundi félagsins upp á hljóð- og/eða mynd en fundargerðir skulu engu að síður skráðar. Þess skal gætt að lög um persónuvernd séu virt komi til þess að fundir séu hljóðritaðir, teknar upp á myndband eða sjónvarpað.
Hann heldur einnig spjaldskrá yfir alla félagsmenn.
Gjaldkeri varðveitir alla fjármuni félagsins. Allt handbært fé skal geymt í banka eða á annan hátt, sem stjórnin ákveður.
Gjaldkeri hefur eftirlit með innheimtu á félagsgjöldum og greiðir alla reikninga eftir að formaður hefur áritað þá.
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða ársreikninga á aðalfundi.
Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum félagsins og tekur allar meiriháttar ákvarðanir er snúa að fjármálum. Stjórn skal sjá svo um að fjármál séu í góðu horfi svo sem bókhald og meðferð fjármuna.
Heimilt er að fela öðrum aðila að annast rekstur og skrifstofuhald fyrir félagið, þ.m.t. að sinna ofangreindum verkefnum gjaldkera, samkvæmt ákvörðun stjórnar á hverjum tíma.
8.gr. Kjör trúnaðarmanna
Á hverjum vinnustað, þar sem starfa fimm eða fleiri félagsmenn, skal í októbermánuði ár hvert fara fram val trúnaðarmanns, er sé síðan tilkynnt félagsstjórn. Velja má annan til vara.
Berist eigi tilkynning fyrir 10. nóvember skal félagsstjórn skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynna það félögum á vinnustaðnum.
Félagsstjórn setur trúnaðarmönnum starfsreglur.
Stjórn félagsins skal sjá um að félagsmenn kjósi trúnaðarmenn á vinnustöðum samkvæmt 28. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stjórn STH þegar í stað.
9.gr. Atkvæðagreiðsla um málefni félagsins
Heimilt er stjórninni að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna um þau mál sem þykja mikilsvarðandi fyrir félagið.
10.gr. Félagsfundir
Boða skal til félagsfundar svo oft sem stjórnin telur þörf á.
Þá geta félagsmenn, skriflega, krafist þess að fundur verði haldinn í félaginu og er stjórninni skylt að taka það til greina, ef 1/5 hluti félagsmanna krefst þess og tilgreinir fundarefni. Er þá formanni skylt að boða til fundar innan 7 daga frá því er honum barst krafan.
11.gr. Boðun félags- og aðalfunda
Félagsfundir skulu boðaðir bréflega eða með auglýsingum eða á annan viðurkenndan hátt, s.s. á heimasíðu félagsins á vinnustöðum eða í útvarpi, með minnst eins sólarhrings tveggja sólarhringa fyrirvara og aðalfundir með minnst tveggja sjö sólarhringa fyrirvara. Jafnan skal tilgreina fundarefni í fundarboði.
Allir félags- og aðalfundir eru lögmætir, ef boðaðir hafa verið samkvæmt fyrirmælum þessarar greinar.
12.gr. Félagsgjald
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ákvörðun árgjalds skal fara fram á aðalfundi. Árstillög félagsmanna og greiðslufyrirkomulag þeirra skal ákveða á aðalfundi.
13.gr. Aðalfundur
Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn ár hvert fyrir lok maí. Sérstök verkefni aðalfundar eru þessi:
- Kjör á starfsmönnum fundarins
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarskrifstofu
- Lagabreytingar, ef þær liggja fyrir
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 6. grein
- Kosning fulltrúa í orlofs, ferðamála og starfskjaranefnd
- Kosning fulltrúa á þing BSRB
- Ákvörðun um laun stjórnar, annarra stjórna, ráða og nefnda
- Önnur mál
Aðalfundi skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum BSRB. Afl atkvæða ræður, en mál fellur á jöfnum atkvæðum. Falli atkvæði jöfn í kosningu gildir hlutkestisreglan.
- a) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár.
b) Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
c) Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna.
d) Lagabreytingar, enda hafi tillögur til breytinga borist stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund.
e) Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein.
f) Kosning endurskoðenda samkvæmt 6. grein.
g) Kosning fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.
h) Kosning fulltrúa á þing B.S.R.B.
i) Kosning fulltrúa í orlofs-, ferðamála- og starfskjaranefnd.
j) Önnur mál, sem fram koma á fundinum.
- gr. Fundarsköp
Fundum skal stjórnað eftir venjulegum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður útslitum mála nema við lagabreytingar þarf 3/5 hluta greiddra atkvæða fundarmanna til þess að breyting sé löglega samþykkt.
- gr. Samninganefnd
Samninganefnd félagsins skal skipuð af aðalfundi. Verði því ekki við komið, getur stjórnin á hverjum tíma skipað samninganefnd.
Samninganefndin hefur yfirumsjón með gerð einstakra kjarasamninga við fyrirtæki, ríkið, sveitarfélög, sjálfseignastofnanir auk stofnanasamninga.
Þegar kemur að samningum fyrir einstaka hópa skal samninganefndin skipta sér niður og fá til liðs við sig trúnaðarmenn eða félagsmenn sem starfa á þeim vettvangi sem um ræðir.
Ákvarðanir um kaup og kjör sem varða einn hópinn sérstaklega skulu einungis bornar undir hann.
- gr. Verkföll og aðrar vinnudeilur
Stjórn, að höfðu samráði við viðkomandi samninganefnd tekur ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls, og fer um boðunina skv. 15. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eða II. kafla laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eftir því sem við á.
Samkomulag um kjarasamning skal samninganefnd félagsins undirrita með fyrirvara. Samninganefndin getur þó falið öðrum umboð til þess f.h. félagsins.
Um endanlegt samþykki þeirra félagsmanna sem kjarasamningurinn tekur til, skal viðhafa
allsherjaratkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er.
Samninganefnd tekur ákvörðun um frestun eða afboðun verkfalls eftir undirritun kjarasamnings.
- gr. Laganefnd
Stjórnin skipar þrjá félagsmenn í lagabreytinganefnd og einn til vara, til tveggja ára í senn. Nefndin skal sjá um endurskoðun á lögum félagsins.
- gr. Lagabreytingar
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda hafi tillögur þar að lútandi borist til félagsstjórnar áður en aðalfundur er auglýstur og þeirra getið í fundarboði.
Tillögur til lagabreytinga skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 sólarhringum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er heimilt að gera breytingartillögur við löglega fram komnar tillögur til lagabreytinga enda feli breytingartillögur ekki í sér óskyld efni við upprunalegu tillögurnar.
Til að lagabreyting nái fram að ganga verður hún að vera samþykkt með 3/5 greiddra atkvæða.
Um leið og samþykkt er breyting á lögum skal ákveðið með fundarsamþykkt hvenær breytingin tekur gildi.
15.gr. Slit félagsins
Félagið má ekki leysa upp nema með samþykkt 3/4 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi félagsins enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um félagsslit. Verði félagið leyst upp, ber aðalfundi að ráðstafa eignum þess. Einnig að tryggja varðveislu á skjölum þess og gerðarbókum.
16.gr. Samþykktir félagsins
Með samþykkt þessara laga falla úr gildi lög S.T.H. frá 19. apríl 1994.
Þannig samþykkt á aðalfundi 25. nóvember 2011.
Með samþykkt þessara laga falla úr gildi eldri lög STH frá 19. apríl 1994 með breytingum sem samþykktar voru
Þannig samþykkt á aðalfundi 25. nóvember 2011. Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins ?. apríl 2022.