Stórundarlegt útspil hjá SÍ

„Þetta út­spil hjá Seðlabank­an­um er stórund­ar­legt á sama tíma og menn sitja í Karp­hús­inu og reyna að ná fram samn­ing­um,“ seg­ir Aðal­steinn Á. Bald­urs­son, formaður Fram­sýn­ar, í sam­tali við mbl.is spurður út í stýri­vaxta­hækk­un­ina.

„Ég velti því fyr­ir mér hvort að Seðlabank­inn sé kom­inn í sömu stöðu og verið er að saka versl­an­ir í land­inu um núna, að byrja á því að hækka vör­una og lækka hana svo aft­ur á föstu­dag­inn þegar öll til­boðin eru í gangi. Það er verið að saka þær um að vera að hækka vör­una og lækka hana svo aft­ur og því velti ég því fyr­ir mér hvort Seðlabank­inn sé að gera þetta núna, til þess að geta svo spilað út ein­verri lækk­un síðar til að koma til móts við þá sem sitja að í Karp­hús­inu. Þetta er bara bein árás og al­var­leg­ur hlut­ur að ein­hverj­um skuli láta sér detta þetta í hug,“ seg­ir Aðal­steinn um stýri­vaxta­hækk­un­ina.

„Er Seðlabank­inn að búa sér til stöðu svipað og versl­an­ir? Eða eins og einn verkamaður sagði við mig; er þetta bara orðin svona hips­um­haps fjár­mála­stjórn í land­inu?“ bæt­ir Aðal­steinn við.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/11/23/storundarlegt_utspil_hja_si/

 

 

Deila á