Okkar fremstu konur tóku þátt í málstofu um betri vinnutíma

Þann 2. nóvember var haldin vinnustofa með þjóðfundarsniði í Reykjavík með hagsmunaaðilum sem komu að innleiðingu og eftirfylgni betri vinnutíma í vaktavinnu sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Í fylgiskjali með samningnum er gert grein fyrir því að fyrir lok samningstímans sem rennur út á næsta ári skuli aðilar leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning falli best að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi stofnana ríkis og sveitarfélaga. Fyrir lok samningstímans skulu aðilar jafnframt leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning á neðangreindum ákvæðum í kjarasamningi falli best að framtíðar skipulagi og starfsumhverfi stofnana ríkis og sveitarfélaga. Innleiðingarhópar og matshópur hafa verið virkir á tíma innleiðinga og eftirfylgni og er framlag þeirra afar mikilvægt sem og annarra hagsmunahafa.

Markmið vinnustofunnar var að fara yfir nokkra þætti er varðaði innleiðinguna: • Draga fram kosti verkefnisins. • Finna helstu áskoranir og tækifæri til breytinga. • Efla samvinnu og samstarf hagsmunahafa. • Efla sameiginlega sýn á verkefnið. • Draga lærdóm af verkefninu í heild og einstökum þáttum þess.

Sigurveig Arnardóttir og Guðný Reykjalín Magnúsdóttir voru fulltrúar Framsýnar á fundinum. Í samtali við þær eftir fundinn sögðu þær að fundurinn hefði gengið ágætlega. Þær hefðu hins vegar viljað sjá fleiri sem störfuðu eftir samningnum. Meira hefði verið um stjórnendur og mannauðsstjóra. Þá væri greinilegt að stjórnendur hefðu fengið mun betri fræðslu um breytingarnar á sínum tíma en fólkið á gólfinu.  Kannski mætti kenna covid um að einhverju leiti að upplýsingaflæðið hefði ekki verið betra.  Helstu vankantarnir tengdust  vaktahvatanum að mati fundarmanna. Hann hefði þvælist fyrir fólki og flestir sammála að hann væri ekki nægjanlega vel útfærður.  Þær voru einnig á því að mörgum spurningum væri enn ósvarað eftir þessar breytingar. Vonandi tækist að laga ýmsa þætti í komandi kjaraviðræðum við ríkið og sveitarfélögin.

 

Deila á