Vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ekki hægt að senda út um síðustu mánaðamót kröfur vegna skilagreina frá fyrirtækjum sem greiða til Framsýnar og Þingiðnar. Beðist er velvirðingar á því. Það mun ekki hafa kostnaðarleg áhrif á fyrirtækin. Búist er við að þær berist til fyrirtækjanna um miðjan október. Nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið linda@framsyn.is