Ritari Heimssambands verkafólks á Húsavík

Christina Milcher ritari Heimssambands verkafólks fundaði með formanni Framsýnar í morgun á Húsavík en hún óskaði eftir fundi með honum. Eðlilega snerist umræðan um stöðu verkafólks víða um heim og á Íslandi en fjöldi erlendra starfsmanna hafa leitað til Íslands í leit að vinnu og betra lífi. Þá fór Aðalsteinn Árni yfir áherslur Framsýnar hvað varðar að koma til móts við erlenda félagsmenn með aukinni fræðslu og aðgengi að þjónustu félagsins. Hvað það varðar hefur erlendum trúnaðarmönnum verið fjölgað á félagssvæði Framsýnar auk þess sem félagið hefur gefið út upplýsinga bæklinga á nokkrum tungumálum. Þá er heimasíða félagsins á mörgum tungumálum. Einn af þeim erlendu trúnaðarmönnum sem eru á félagssvæðinu tók þátt í fundinum í morgun, hann kemur frá Spáni og ber nafnið Alberto Delmalo. Alberto starfar hjá Norðursiglingu á Húsavík. Aðilar fundarins voru ánægðir með fundinn í morgun sem var að ljúka rétt í þessu.

Deila á