Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings leit við í kaffi hjá formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni. Katrín tók nýlega við sem sveitarstjóri en hún er fyrrum sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sölku-fiskmiðlunar hf. auk þess að hafa verið kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar. Á fundinum kom fram fullur vilji aðila til að vinna saman að framfaramálum í sveitarfélaginu.