Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 29. og 30. september 2022 (fimmtudagur til föstudags). Gert er ráð fyrir að á þinginu fari fram umræður um samvinnu og samstarf Alþýðusambands Norðurlands við Orlofsbyggðina á Illugastöðum auk annarra málefna sem snerta félagsmenn aðildarfélaganna á vinnumarkaði. Framsýn á rétt á 16 fulltrúum á þingið en samtals hafa 100 fulltrúar frá aðildafélögum sambandsins á Norðurlandi seturétt á þinginu.
Hafi félagsmenn Framsýnar á vinnumarkaði áhuga fyrir því að vera fulltrúar félagsins á þinginu eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann Framsýnar. Netfangið er kuti@framsyn.is. Boðið verður upp á fría gistingu og ferðir á þingstað. Verði menn fyrir vinnutapi greiðir Framsýn viðkomandi þingfulltrúa vinnutapið.