Atvinnurekandi skal útbúa eða láta útbúa vinnustaðaskírteini fyrir starfsmenn sína sem hefur að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum og samkomulagi ASÍ og SA. Hér að neðan má fá frekari upplýsingar um gerð og efni vinnustaðaskírteinanna. Þar má einnig nálgast form fyrir vinnustaðaskírteini og upplýsingar um aðila sem bjóða upp á prentun plastkorta. Fulltrúar frá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum munu á næstu vikum fara í eftirlitsferðir til að athuga hvort atvinnurekendur á svæðinu séu ekki með þessi mál í lagi.
Form fyrir plastkort má nálgast hér.
Hverjir falla undir?
Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða, söluturnar og veitingarekstur, húsgagna- og innréttingaiðnaður, gleriðnaður og skyld starfsemi, kjötiðnaður, bakstur, bílgreinar, rafiðnaður, ýmsar málm- og véltæknigreinar, veitustarfsemi, fjarskipti og upplýsingastarfsemi og öryggisþjónusta, ræktun nytjajurta, svína- og alifuglarækt, eggjaframleiðsla, farþegaflutningar á landi og ferðaþjónusta, skrúðgarðyrkja og ýmis þjónustustarfsemi eins og framangreind starfsemi er afmörkuð í fylgiskjölum sem falla nú undir gildissvið samkomulags ASÍ og SA og er miðað við ÍSAT2008 flokkun atvinnurekanda í fyrirtækjaskrá RSK. Samkomulag ASÍ og SA afmarkar einnig hvaða starfsmenn innan þessara atvinnugreina falla undir eftirlitið.