Um 80 börn og starfsmenn Leikskólans Grænuvalla á Húsavík gerðu sér ferð í Grobbholt í vikunni. Um er að ræða árvissa heimsókn á hverju vori. Í Grobbholti er haldinn smá dýragarður; Kindur, endur, hænur, dúfur og kanínur. Að sjálfsögðu var mikil gleði hjá unga fólkinu sem leit við í vikunni enda sauðburður í gangi og mikið að skoða. Á hverju vori hefur verið vinsælt hjá börnum á leikskólaaldri og reyndar á grunnskólaaldi líka að líta við í Grobbholti og skoða dýrin enda alltaf allir velkomnir í heimsókn. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru úr heimsókn leikskólabarna í Grobbholt og eldri barna á grunnskólaaldri sem voru á ferðinni á sama tíma.