Kæru vinir og velunnarar

Okkur Fagraneskots fjölskyldunni langar til að bjóða ykkur velkomin heim til okkar í fjárhúsin, sunnudaginn 22. Maí 2022. Við ætlum að opna dyrnar og taka á móti öllum frá kl.11:00 til 15:00 sem áhuga hafa að sjá sauðburðar lífið og bjóða upp á kleinur og kakó. Við eflum til styrktar dags vegna þess að nú er að verða liðið hálft ár frá því Rán og fjölskyldunni hennar bárust þær erfiðu fréttir um slæmt ástand tvíburana þeirra. Móðir náttúra var ekki sanngjörn og annar tvíburinn bjó við lífshættulegar aðstæður í móðurkviði og var frá upphafi ekki hugað líf og þar af leiðandi var bróðirinn einnig í lífshættu. Rán er Pollýanna að eðlisfari og hefur alltaf reynt að vera hörð í gegnum allt sem lífið á hana kastar, hún hefur sýnt svo mikla þrautseigju og þolinmæði þrátt fyrir að alltaf blæs vindurinn á móti. En nú þarf hún á aðstoð okkar að halda.

24 . Mars 2022 voru drengirnir tveir sóttir með keisaraskurði á 29 viku meðgöngu og hafa barist hetjulega fyrir lífi sínu á vökudeild síðan og koma öllum á landspítalanum stanslaust á óvart.

Þetta er búið að vera langt ferli sem ekki sér fyrir endann á, þau Rán og Shay verða að meta alltaf einn dag í einu og hafa gert meira og minna allt þetta ár. Þau búa í lítilli sjúkraíbúð í Reykjavík og fengu hann Atlas loksins til sín um Páskana eftir langan aðskilnað. Það er ekki vitað en hvenær þau snúa heim aftur, en vonandi hafa tvíburarnir fljótlega heilsu til að verða fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri þá kæmist fjölskyldan allavega aðeins nær heimahögunum.

Það hafa fylgt þessu margar áskoranir á meðgöngunni, eins og t.d. Sjúkraferðir til Svíþjóðar, mörg flug til að sækja læknisþjónustu, flutningur til Reykjavíkur, atvinnu tap, röskun á heimilislífi svo ekki sé talað um áföllin sem fylgja því að vita ekki hvort börnin þín lifa eða deyja

Það er nógu erfitt líkamlega og andlega að standa í svona baráttu og okkur finnst að ekki ætti að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á allt saman. Því langar okkur að biðla til ykkar hvort þið séuð í stakk búin að veita litla fjárhagsaðstoð henni Rán og fjölskyldunni litlu.

Við munum vera með söfnunarbauk í fjárhúsunum sem hægt verður að setja pening í á staðnum en einnig höfum við opnað styrktarreikning  til að safna inn á fyrir þau.

Reikningsnúmer: 1110 – 05 – 250441

Kennitala: 240594 – 4129

Frekari upplýsingar er hægt að afla hjá Patrycju Mariu í símanúmer 8645652.

Deila á