Við þökkum fyrir okkur – velheppnuð hátíðarhöld

Hátíð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 1. maí fór vel fram í alla staði. Á þriðja hundrað manns lögðu leið sína í höllina. Fjölmargir listamenn komu fram og skemmtu gestum. Þá vakti ræða formanns Framsýnar töluverða athygli og hafa helstu fjölmiðlar fjallað um hana. Ástæða er til að þakka öllum þeim sem komu fram á hátíðinni fyrir þeirra framlag, fulltrúum stéttarfélaganna sem lögðu á sig töluverða vinnu við undirbúning og frágang hátíðarhaldanna sem og Völsungi fyrir að leggja til vinnuafl við uppsetningu hátíðarinnar og frágang eftir velheppnuð hátíðarhöld.

Athygli vakti að töluvert færri sóttu hátíðina í ár en verið hefur undanfarin ár. Um 500 gestir hafa að meðaltali tekið þátt í hátíðarhöldunum á undanförnum árum. Reyndar ber að geta þess að óskir komu fram frá félagsmönnum sem ekki gátu sótt samkomuna vegna veikinda eða að öðrum ástæðum að henni yrði streymt. Orðið var við þeirri ósk og vitað er að fjölmargir nýttu sér þann möguleika. Sem dæmi má nefna að heimilisfólkið á Hvammi, heimili aldraðra safnaðist saman og horfði á streymið frá samkomunni. Hægt verður að horfa á streymið út þessa viku. Stéttarfélögin þakka öllum þeim sem lögðu leið sýna í höllina fyrir komuna. https://www.dropbox.com/s/ov7bd9qf102tibw/H%C3%A1t%C3%AD%C3%B0ardagskr%C3%A1%20-%2001.05.2022.mkv?dl=0

 

Deila á