Hátíðarhöldunum á Húsavík streymt

Vegna fjölda áskorana verður hátíðarhöldunum á Húsavík í dag streymt. Ánægja er með þetta framtak, ekki síst frá þeim sem búa á hjúkrunarheimilum og dvelja á sjúkrahúsum og koma því ekki við að mæta á svæðið. Streymið er twitch.tv/hljodveridbruar. Hægt verður að horfa á beina útsendingu en svo verður efnið aðgengilegt í tvær vikur á heimasíðu stéttarfélaganna. Þrátt fyrir að hátíðarhöldunum verði streymt kemur ekkert í staðinn fyrir það að mæta á svæðið og upplifa stemninguna sem verður án efa frábær.

 

Deila á