Ólöf Helga leit við

Ólöf Helga Adolfs­dóttir er stödd á Húsavík á námskeiði á vegum Ríkissáttasemjara. Hún leit við hjá formanni Framsýnar í morgun og áttu þau gott spjall um stöðuna í verkalýðshreyfingunni og væntanlegt þing Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður síðar í þessum mánuði á Akureyri.

Ólöf Helga hefur verið virk í verka­lýðs­bar­átt­unni und­an­farin ár og setið m.a. í stjórn Efl­ingar frá árinu 2019. Frá því í byrjun nóvember sl. hefur  hún gegnt emb­ætti vara­for­manns og starfað ásamt Agni­ezsku Ewu Ziólkowsku að því að halda starf­semi Efl­ingar gang­andi í gegnum frekar róstursama tíma eftir að þáver­andi for­maður félags­ins, Sólveig Anna, sagði sig frá formennsku í  Eflingu. Eins og kunnugt er hefur Sólveig Anna verið endurkjörin sem formaður Eflingar og tekur við á næsta aðalfundi félagsins sem væntanlega verður haldinn í næsta mánuði.

Ólöf Helga hefur  verið virk í verka­lýðs­málum í starfi hennar sem hlaðmaður á Reykja­vík­ur­flug­velli en þar vann hún í fimm ár og gegndi emb­ætti trún­að­ar­manns þar til fyrir nokkru að henni var sagt upp störf­um hjá Icelandair. Efling hefur gert alvarlegar athugasemdir við uppsögnina.

Deila á