Það var fallegt veður á skíðasvæði Húsvíkinga um helgina og fjölmargir á skíðum. Skíðasvæði Húsavíkur er nú uppá Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem var áður í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019. Félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar geta notað sinn heilsueflingarstyrk hjá stéttarfélögunum til að greiða niður árskortið í lyftuna sem kostar kr. 10.000. Skila þarf inn löglegri nótu svo réttur til endurgreiðslu skapist. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.