Kjarasamningsbundnar launahækkanir tóku í gildi þann 1. janúar 2022. Við hvetjum félagsmenn eins og alltaf að skoða vel launaseðilinn um mánaðarmótin.
Búið er að uppfæra kauptaxta sem má finna undir https://www.framsyn.is/kaup-og-kjor/ ásamt eldri kauptöxtum.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: (kjarasamningur SGS og SA)
Kauptaxtar á almenna markaðinum hækkuðu um kr. 25.000-,
Almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250.
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.
Einnig hækkuðu lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022.
Starfsfólk sveitarfélaga: (kjarasamningar SGS og Launanefndar sveitarfélaga). Kauptaxtar hjá sveitarfélögunum hækkuðu um kr. 25.000-.