Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa fengið aðgengi fyrir félagsmenn að tveggja herbergja íbúð í Alicante á Spáni. Um er að ræða íbúð á neðri hæð í litlu fjölbýli með nokkuð stóru útisvæði sem tilheyrir þessari íbúð eingöngu. Auk svefnherbergis er baðherbergi, rúmgóð stofa, eldhús og þvottahús með þvottavél. Í heildina eru svefnstæði fyrir fjóra í tvíbreiðu rúmi í herbergi og svefnsófa í stofunni. Í íbúðinni eru rúmföt og tuskur.
Íbúðin er í lokuðum íbúðarkjarna með sér sundlaug og útisvæði. Frá flugvellinum í Alicante er um 40 km að íbúðinni. Auðvelt er að komast að henni frá flugvellinum með rútu, leigubíl eða bílaleigubíl.
Margvísleg afþreying er á svæðinu, svo sem bátsferðir, skemmtisiglingar og fleira. Þá er í göngufæri verslunarkjarni þar sem finna má úrval verslana s.s. Primark og H&M. Einnig er stutt í matvöruverslanir s.s. Carrefour. Nokkur flugfélög fljúga frá Íslandi til Alicante s.s. Icelandair.
Leiguverð á íbúð:
Vikuleiga er kr. 56.000,- og hver dagur eftir það kostar kr. 8.000.
Frá þessu verði dragast til viðbótar sérkjör félagsmanna kr. 2.000 per. dag sem gist er í íbúðinni. Félagsmenn geta fengið íbúðina leigða í allt að 14 daga enda sé hún laus. Ekki er vitlaust að miða tímabil dvalar við hvenær ódýrast er að fljúga til Alicante.
Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna eða hjá umsjónarmanni á íbúðarinnar sem er Inga J. Hjaltadóttir. Netfang hjá Ingu er ingajh@hotmail.com. Þangað má einnig senda fyrirspurnir um íbúðina.