Formaður Framsýnar tók þátt í samningafundi Starfsgreinasambands Íslands/SGS og Vegagerðarinnar vegna endurnýjunar á stofnanasamningi aðila. Fundurinn fór fram í síðustu viku. Viðræður gengu vel og vonandi verður nýr stofnanasamningur undirritaður á næstu dögum. Stofnanasamningar eru hluti af kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og ríkisjóðs. Þess vegna þurfa aðildarfélög SGS að gera stofnanasamninga við allar ríkistofnanir þar sem félagsmenn starfa. Í stofnanasamningum er m.a. kveðið á um launaröðun og framþróun til launa s.s. vegna starfsaldurs, ábyrgðar og menntunar. Þegar stofnanasamningurnn verður klár verður hann kynntur fyrir starfsmönnum Vegagerðarinnar á Húsavík sem flestir eru í Framsýn.