Fjölmörg mál til umræðu á fundi stjórnar og trúnaðarráðs

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kemur saman til fundar eftir sumarfrí þriðjudaginn 17. ágúst kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Stjórn Framsýnar- ung er einnig boðið að sitja fundinn. Öflugu starfi félagsins fylgir löng dagskrá eins og sjá má hér að neðan en dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Dagskrá.

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Svarbréf frá Samkeppniseftirlitinu

4. Kjarasamningsbrot á vinnumarkaði

5. Breytingar á fundarsal stéttarfélaganna

6. Kjör starfsmanna við hvalaskoðun

7. Ókláraðir stofnanasamningar

8. Svarbréf frá SSNE

9. Málefni Vinnumálastofnunnar

10. Erindi frá ASÍ-móttaka ársreikninga

11. Kjör á þingfulltrúum á þing AN

12. Kjör á þingfulltrúum á Þing ASÍ-UNG

13. Kjör á þingfulltrúum á þing LIV

14. Kjör á þingfulltrúum á þing SGS

15. Framhaldsþing ASÍ

16. Starfsmannamál

17. Önnur mál

Deila á