Formaður Framsýnar var á dögunum beðinn um að vera við útskrift á nemendum Leikskólans Grænuvalla á Húsavík sem voru að ljúka veru sinni á leikskólanum, við tekur nám hjá þeim í Borgarhólsskóla í haust. Starfsmenn og börn færðu formanninum smá glaðning og skjal frá börnunum sem þökkuðu Aðalsteini fyrir að taka á móti þeim á hverju vori í Grobbholti þar sem börnin hafa fengið að upplifa sauðburð. Að sjálfsögðu þakkaði Aðalsteinn fyrir hlýleg orð í sinn garð og gjöfina frá leikskólanum.