Aðalfundur Þingiðnar verður haldinn mánudaginn 14. júní 2021 kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Til fundarins er boðað samkvæmt lögum félagsins.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Félagaskrá
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningar
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
- Kjör í stjórnir, nefndir og ráð
- Kosning löggilts endurskoðana/endurskoðunarskrifstofu
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalda
- Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins
- Önnur mál
Athygli er vakin á 24. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.
Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðu um starfsemi félagsins og komandi verkefni á næstu árum.
Tillögur sem liggja fyrir fundinum frá stjórn félagsins:
Tillaga 1
Löggiltur endurskoðandi félagsins
Tillaga er um að endurskoðunarfyrirtækið PWC sjá um endurskoðun á ársreikningum félagsins fyrir árið 2021.
Tillaga 2
Um félagsgjald
Tillaga stjórnar er að félagsgjaldið verði óbreytt milli ára, það er 0,7% af launum.
Tillaga 3
Tillaga stjórnar er að lágmarksfélagsgjaldið verði 0,3% af mánaðarlaunum iðnaðarmanna samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.
Tillaga 4
Fræðslusjóður Þingiðnar
Tillaga stjórnar er að fræðslusjóðsgjaldið verði óbreytt milli ára, það er 0,3% af launum.
Tillaga 5
Ráðstöfun á tekjuafgangi
Tillaga er um að tekjuafgangi ársins verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé frá fyrra ári.
Tillaga 6
Laun stjórnar og varastjórnar:
Tillaga er um að laun stjórnar og varastjórnar verði óbreytt milli ára. Það er þrír tímar á yfirvinnutaxta iðnaðarmanna samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.
Laun trúnaðarráðs Þingiðnar:
Tveir tímar á yfirvinnutaxta iðnaðarmanna samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.
Laun fyrir aðrar fastar stjórnir og nefndir kjörnar á aðalfundi:
Kjörstjórn, Kjörnefnd, Sjúkrasjóður, Vinnudeilusjóður, Orlofssjóður, Fræðslusjóður, Laganefnd, 1. maí nefnd, skoðunarmenn reikninga:Tveir tímar á yfirvinnutaxta iðnaðarmanna samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.
Akstursgreiðslur:
Varðandi akstur á fundi á vegum félagsins eða aðildar samtaka sem félagsmenn eru sérstaklega boðaðir á greiðist kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins eins og það er á hverjum tíma. Félagsmenn sem þetta á við um, skulu leitast við að ferðast saman á fundi.
Tillaga 7
Úthlutun úr sjúkrasjóði félagsins
Tillaga er um að starfsmenn félagsins sjái um úthlutanir úr sjúkrasjóði í umboði stjórnar Þingiðnar milli aðalfunda.