Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn miðvikudaginn 5. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Framsýn á rétt á 12 fulltrúum á fundinn. Hér með er skorað á félagsmenn sem jafnframt eru sjóðfélagar í Lsj. Stapa til að gefa kost á sér á fundinn fh. félagsins. Áhugasamir hafi samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna sem fyrst en Framsýn þarf að tilkynna fulltrúa félagsins í síðasta lagi 21. apríl. Til viðbótar má geta þess að ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.