Vinnustaðaheimsókn

Formaður Framsýnar fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Húsasmiðjunnar í gær. Mikilvægur þáttur í starfi félagsins eru heimsóknir sem þessar auk þess sem mikið er lagt upp úr kynningu á tilgangi stéttarfélaga fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur ekki mikið verið um vinnustaðaheimsóknir eða almenna fræðslu um verkalýðsmál undanfarna mánuði. Vonandi kemur fljótlega að því að menn geti farið að lifa eðlilegu lífi og tímabili Covid ljúki.

Á fundi formanns Framsýnar með starfsmönnum Húsasmiðjunnar var almennt farið yfir stöðuna og þær fréttir sem birtust í fjölmiðlum um að til skoðunar væri að loka verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík. Sú frétt kom mörgum á óvart, ekki síst starfsmönnum. Framsýn hefur kallað eftir upplýsingum frá forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar um stöðu mála og framtíðaráform hvað verslunarrekstur varðar á Húsavík.

Deila á