Veðrið hefur ekki leikið við Norðlendinga undanfarið. Þessi mynd er tekin við Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun og endurspeglar veðrið og ásókn félagsmanna í þjónustu á vegum stéttarfélaganna. Öll bílastæði full. Reyndar ber að geta þess að nú stendur yfir nýliðafræðsla á vegum PCC í fundarsal stéttarfélaganna og því er mikið líf og fjör í húsnæðinu.