Persónuvernd hefur auglýst tvær stöður hjá stofnuninni til umsóknar í nýrri starfsstöð á Húsavík. Um er að ræða eina stöðu lögfræðings og eina stöðu sérfræðings í þjónustuveri. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd segir í auglýsingunni.
Full ástæða er til að fagna því að Persónuvernd sem er sjálfstætt stjórnvald, hafi ákveðið að efla þjónustuna enn frekar með því að opna fjarþjónustu á Húsavík. Frekari upplýsingar eru í boði hjá Persónuvernd í síma 5109600.