Síðasta föstudag undirrituðu stéttarfélögin á Norðurlandi innan Starfsgreinasambands Íslands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands undir nýjan Stofnanasamning. Samningurinn sem gildir frá 1. janúar 2021 nær til almennra starfsmanna hjá stofnunninni, það er frá Þórshöfn á Blönduós. Meðal þeirra sem falla undir samninginn eru félagsmenn Framsýnar.
Samkomulag þetta byggir á kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands hins vegar frá 6. mars 2020.
Á tímum COVID fara flestir samningafundir fram á netinu. Hér má sjá samninganefndir HSN og stéttarfélaganna að störfum á föstudaginn.