Allir félagsmenn Framsýnar sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt eingreiðslu úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.
Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist vinsamlegast fyllið út þetta rafræna eyðublað.
Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.
Í fyrri frétt um málið á heimasíðu Framsýnar voru starfsmenn sveitarfélaga beðnir um að koma þessum upplýsingum á Skrifstofu stéttarfélaganna svo hægt yrði að greiða eingreiðsluna til starfsmanna sveitarfélaga. Starfsmenn geta valið um það eða sent umbeðnar upplýsingar beint á Starfsgreinasamband Íslands sem sér um útgreiðsluna með því að fara inn á tengilinn hér að ofan; þetta rafræna eyðublað. Frekari upplýsingar um málið eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.