Samkvæmt vefmælinum er mikil umferð um heimasíðu stéttarfélaganna á hverjum degi, framsyn.is. Sem er um margt mjög merkilegt enda um heimasíðu stéttarfélaga að ræða. Greinilegt er að menn fara bæði inn á síðuna til að afla sér upplýsinga um réttindi og kjör auk þess að fylgjast með starfi stéttarfélaganna í gegnum fréttir á síðunni. Sé tekið mið af síðustu viku, frá 26. október til 1. nóvember fóru um 900 gestir inn á síðuna daglega. Á sama tímabili voru notendur 1.648, það eru þeir sem heimsóttu síðuna á tímabilinu sem mælingin nær yfir. Áhugavert er að sjá að fólk sem býr ekki lengur á svæðinu og flust hefur erlendis er duglegt að fylgjast áfram með starfi félaganna samkvæmt úttektinni. Til stendur að bæta síðuna enn frekar og gera hana aðgengilegri fyrir félagsmenn. Vonandi klárast sú vinna á næstu mánuðum. Áfram verður lagt upp úr því að vera með fréttatengda heimasíðu enda núverandi form vinsælt meðal félagsmanna og annarra sem skoða síðuna reglulega og síðasta samantekt ber með sér.
Eins og fram kemur í fréttinni er áhugavert að sjá að fjölmargir heimsækja síðuna reglulega og koma heimsóknirnar víða að. Hér má samantekt fyrir síðustu viku.