Förum varlega – hertar reglur varðandi aðgengi að þjónustu stéttarfélaganna

Vegna tilmæla  heilbrigðisyfirvalda um að menn gæti vel að sóttvörnum hafa stéttarfélögin ákveðið eftirfarandi:

  • Þrátt fyrir að Skrifstofa stéttarfélaganna verði opin áfram fyrir heimsóknum eru viðskiptavinir skrifstofunnar beðnir um að nýta sér tæknina í stað þess að koma á skrifstofuna, það er með netpóstum eða með því að hafa samband símleiðis.
  • Lokað verður fyrir útleigu á orlofsíbúðum stéttarfélaganna til og með 17. nóvember nema í neyðartilvikum s.s. vegna veikinda.
  • Fundarsalur stéttarfélaganna verður lokaður til og með 17. nóvember og því ekki leigður út á tímabilinu.

Reglur þessar verða endurskoðaðar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Beðist er velvirðingar á þessum aðgerðum stéttarfélaganna en þær eru tilkomnar til vegna Covid. Markmiðið er að vernda starfsmenn og félagsmenn fyrir hugsanlegu smiti.

Framsýn stéttarfélag

Starfsmannafélag Húsavíkur

Þingiðn, félag iðnaðarmanna

 

Deila á