Góður dagur – Vinnumálastofnun opnaði í dag

Eins og fram hefur komið hefur Vinnumálastofnun ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík frá og með deginum í dag. Ásrún Ásmundsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf hjá stofnunninni. Um er að ræða samstarfsverkefni Framsýnar og Vinnumálastofnunnar.  Formleg opnun fór fram í dag og komu góðir gestir í heimsókn frá skrifstofum Vinnumálastofnunar á Akureyri og á Egilsstöðum. Það voru þau Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Norðurlandi eystra og Aðalsteinn Árni forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna sem gengu formlega frá samkomulaginu í dag. Boðið var upp á tertu og kaffi í tilefni dagsins.

Skrifstofan verður staðsett í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 og verður opin frá 09:00 til 13:00 frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudögum verður skrifstofan opin frá kl. 09:00 til 12:00. Vegna COVID-19 verður eingöngu um rafræna þjónustu að ræða hjá Vinnumálastofnun til að byrja með, það er meðan takmarkanir þurfa að gilda vegna faraldursins sem herjar á heimsbyggðina um þessar mundir.  Vonandi verður hægt að opna fyrir heimsóknir sem allra fyrst.

Starfsmenn Vinnumálastofnunnar frá Húsavík, Akureyri og Egilsstöðum tóku atvinnuleitendur í Þingeyjarsýslum í viðtöl í dag. Eins og sjá má var mikið lagt upp úr öryggi starfsmanna enda afar mikilvægt á tímum Covid.

Ásrún Ásmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Vinnumálastofnun á Húsavík. Hún er boðin velkomin til starfa.

 

Deila á