Ferðakostnaðarnefnd hefur endurskoðað aksturgjaldið og ákveðið að það verði sem hér segir:
Almennt gjald
- Fyrstu 10.000 km, kr. 114,0 pr. km
- Frá 10.000 til 20.000 km, kr. 102,0 pr. km
- Umfram 20.000 km, kr. 91,0 pr. km
Síðan er rétt að árétta að við útreikning á sérstöku gjaldi skal bæta 15% álagi á almenna gjaldið og við útreikning á torfærugjaldi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið.
Nýja akstursgjald gildir frá og með 1. október 2020.