Góðir gestir halda áfram að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna. Sigurður Hólm Freysson varaformaður Afls starfsgreinafélags á Austurlandi kom við í vikunni á ferð fjölskyldunnar um landið. Greinilegt er að Húsavík er inn þetta sumarið hjá Íslendingum sem hafa verið afar duglegir við að heimsækja bæinn við Skjálfanda. Auðvitað ber að fagna því. Það var vel við hæfi að taka myndina af þeim Aðalsteini og Sigurði við málverk af Arnóri Kristjánssyni sem var um tíma formaður Verkamannafélags Húsavíkur en Arnór var mikill leiðtogi og þess má geta að knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen er komin útaf þessum mikla heiðursmanni.