Formaður Framsýnar átti góðan fund með starfsmönnum GPG-Fiskverkun á Raufarhöfn fyrir helgina. Fyrirtækið heldur úti öflugri starfsemi á Raufarhöfn. Starfsmenn voru nokkuð ánægðir með sig og notuðu tækifærið og kusu sér nýjan trúnaðaramann á fundinum. Kosningu hlaut Robert George Tonea. Afar mikilvægt er að starfandi séu trúnaðarmenn á sem flestum vinnustöðum. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga ber að kjósa trúnaðarmann enda séu starfsmenn fleiri en fimm á vinnustaðnum. Að venju eru starfsmenn stéttarfélaganna meira en tilbúnir að koma í heimsókn á vinnustaði verði eftir því leitað.