Atvinnuleysi í sögulegu hámarki í apríl

Óhætt er að segja að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki um þessar mundir. Í lok apríl voru alls 49.353 einstaklingar á atvinnuleysisbótum á Íslandi, þar af 28.023 karlar og 21.330 konur. Rétt er að taka fram að hér er verið að tala um einstaklinga sem eru atvinnulausir og þá sem eru á hlutabótum hjá Vinnumálastofnun á móti vinnu hjá viðkomandi atvinnurekendum. Samkvæmt þessum tölum er atvinnuleysið töluvert meira hjá körlum en konum.

Sé horft til félagssvæðis Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar voru 692 á atvinnuleysisbótum í lok apríl sem skiptist þannig.

Norðurþing                 397

Skútustaðahreppur     141

Þingeyjarsveit             96

Tjörneshreppur          7

Langanesbyggð           45

Svalbarðshreppur       6

 

Deila á