Alls bárust 29 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í mars þar sem 1.207 starfsmönnum var sagt upp störfum, 547 í ferðaþjónustu, 175 í flutningum, 174 í félögum þar af 164 tengdum ferðaþjónustu, 151 í verslun, 72 í þjónustu tengdri ferðaþjónustu, 55 í mannvirkjagerð og 33 í iðnaði langflestum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí.