Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta. Eitt þeirra félaga sem aðild á að samningnum er Framsýn stéttarfélag.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 19. til 26. mars. Í heildina var kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.

Samningurinn, sem undirritaður var 6. mars síðastliðinn, er því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu (PDF)

 

  1. 27. MARS 2020Kjarasamningum og réttindum launafólks má ekki víkja til hli…
  2. 27. MARS 2020Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur
  3. 23. MARS 2020Tímabundin lokun skrifstofu SGS
  4. 19. MARS 2020Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning SGS og ríkisins
Deila á