STH aflýsir kynningarfundum

Starfsmannafélag Húsavíkur hefur ákveðið að aflýsa tveimur kynningarfundum um nýgerða kjarasamninga sem félagið á aðild að og tengjast félagsmönnum sem vinna hjá ríkinu og sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum. Til stóð að halda fundina á miðvikudaginn í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Þetta er gert til að verjast Covid 19 veirunni.

Félagsmönnum er bent á að fara inn á heimasíðu BSRB til að kynna sér helstu atriði samninganna. Þá verður einnig reynt að upplýsa félagsmenn í gegnum heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is.

Atkvæðagreiðslan verður rafræn og munu félagsmenn fá frekari upplýsingar til sín á næstu dögum en atkvæðagreiðslan hefst síðar í þessari viku. Sé eitthvað óljóst er félagsmönnum STH velkomið að hafa samband við formann félagsins, Helgu Þuríði, og/eða Skrifstofu stéttarfélaganna.

 

Deila á