Rétt í þessu lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Landsvirkjunar og Starfsgreinasambands Íslands. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa í Kröflu, Þeistareykjum, Laxárvirkjun og við Bjarnaflagsvirkjun. Alls samþykktu 91% félagsmanna kjarasamninginn, auðir og ógildir voru 9%. Samningurinn skoðast því samþykktur.