Viðræður milli Framsýnar og Tjörneshrepps um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn hreppsins hófust nú í morgun. Fundað var frameftir degi þegar gert var hlé á fundi. Viðræðum verður haldið áfram snemma á nýju ári.
Það er ágætt hljóð í báðum aðilum að fundi loknum og reikna má með því að kjarasamningsviðræðurnar verði þægilegar í alla staði.
Á myndinni eru samningsaðilar á fundi, Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps.